Hvernig gat þetta gerst?

Þetta hlýtur að vera versta slys í Evrópu, svo langt aftur sem ég man allavega.

Það er ekki nema 1/4 af rútunni skemmdur, hvað varð til þess að svona margir krakkar létust.
Ég vona það verði skoðað gaumgæfilega hvað olli þessu. Og þá meina ég ekki að rútan skyldi keyra á, heldur hvernig öll þessi dauðsföll urðu.


mbl.is 22 belgísk börn farast í rútuslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður held ég að það sem olli því að svona margir létust hafi verið vanræksla á beltanotkun.

Ég bý í Noregi og hef þurft að taka bussinn í stað lestar mjög oft og þar eru belti og við erum alltaf minnt á að nota belti sem ég og geri enda eru þau til staðar en c.a. 90% af fólkinu notar ekki beltin.

 Hversvegna veit ég ekki en ég er á því að það þurfti að setja upp eitthvað system á þetta. T.d. ljós af sætaröðum hjá bílstjóra sem verður rautt ef fólk notar ekki belti.

Þetta er bara ágiskun en eitthvað sem ég gæti trúað að hafi gerst.

Skelfilegt þetta slys.

Julius (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 09:59

2 identicon

Svo má lika spá í því hvers vegna þú tengir þessa færslu inn í trúmál/siðferði

DoctorE (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 10:29

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Julius: getur verið, en menn hafa lent í slysum í rútum fyrir þetta.
En þetta er frekar "einfaldur" árekstur við vegg. Mér finnst þetta með eindæmum hrikalegt ef svona margir geta dáið bara af því að kastast til.

Það hlýtur að hafa komið eitthvað meira til.

Teitur Haraldsson, 14.3.2012 kl. 12:01

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

DoctorE: ég gleymdi að velja flokk. Gleymi því yfirleitt.
Annars þakka ég innantómt, óþarfi og algjörlega utan efnis athugasemd frá þér.

Teitur Haraldsson, 14.3.2012 kl. 12:03

5 Smámynd: Teitur Haraldsson

Rútan keyrði á útskot í göngunum, þ.e beint á steyptan vegg.

En það er undarlegt að sjá að yfirbyggingin virðist vera verr farin en undirvagninn.
http://www.deredactie.be/cm/vrtnieuws.english/mediatheek_en/2.3815/1.1245072

Teitur Haraldsson, 14.3.2012 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband