Er ekki hrein orka a íslandi?

Það er til dæmis óþarfi að spara rafmagn umhverfisins vegna.
Á Íslandi er nefnilega HREIN RAFORKA og er búin að vera mjög lengi! 

Kannski prufa að hugsa sjálfstætt svo í eitt skipti og skoða virkilega hvað stendur bakvið þetta allt.

Þetta á ekki við hérlendi nema að litlu leiti. 
mbl.is Barist gegn loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og eyðileggja pólitísku rétthugsunina? Ertu eitthvað klikk? :)

Finnst sorglegt hvernig stjórnmálamenn um allan heim eru byrjaðir að mjólka þessi meint áhrif mannsins á hitastig (sem vísindamenn deila ennþá um). Þeir hafa kannski áttað sig á því hversu ríkur Al Gore er eftir þennan business.

Geiri (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 13:44

2 Smámynd: Loftslag.is

Það væri nú ráð að nota eitthvað af þessari hreinu orku okkar til samgangna, það myndi væntanlega draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Það er að mínu mati jákvætt að benda á ýmsar lausnir, þar á meðal hjólreiðar...enda þykir það liggja nokkuð ljóst fyrir að það þarf að draga úr losun.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málin og það sem vísindin hafa um þetta að segja, langar mig að benda á Vísindin á bak við fræðin af loftslag.is. Vísindamenn eru nánast allir sammála um orsök og afleiðingar (þó einhver umræða eigi sér stað um hversu miklar þær geti orðið). Endilega kynna sér málin með opnum huga :)

Loftslag.is, 10.10.2010 kl. 17:09

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Mig hefði frekar langað til að biðja ykkur um að skoða málin með opnum huga.

Það þarf ekki nema örlítið að efast um niðurstöður vísindanna á bakvið hitnun jarðar af mannavöldum til að sjá að það er algjört þvaður.

Teitur Haraldsson, 10.10.2010 kl. 19:13

4 identicon

Það er fullt af vísindamönnum sem efast um hlýnun jarðar af mannavöldum en því miður fá þeir ekki sama aðgang að fjölmiðlum.

Geiri (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 19:23

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geiri: Það eru örfáir vísindamenn sem vinna við rannsóknir á loftslagsmálum sem efast, ætli þeir séu ekki í kringum 3% af þeim sem vinna við það og þeir fá mikið pláss í fjölmiðlum, þannig að þessi rök ganga bara ekki upp.

Teitur, ég bendi á gögnin, ef þú telur þau þvaður væri kannski ráð að þú útskýrðir hvað er þvaður, ca. 97% af loftslagsvísindamönnum sem eru nokkuð sammála um orsakir hækkandi hitastigs. Ef þú veist eitthvað sem ég ekki veit, væri kannski ráð að segja hvað það er, en ekki bara þrugla um þvaður í vísindagrein, sem þú virðist þekkja lítið til...

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.10.2010 kl. 20:28

6 identicon

Ég veit ekki til þess að hægt sé að græða á því að vilja vernda umhverfið og berjast gegn mengun. Hins vegar er hægt að græða mikið á því að berjast gegn umhverfisvernd, því þar eru mörg fjársterk fyrirtæki sem eiga hagsmuna að gæta og tilbúin að styrkja slíka starfsemi. Í ljósi þess er athyglisvert að þeir sem "efast" um hlýnun lofthjúpsins af mannavöldum skuli ekki vera fleiri.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 20:47

7 Smámynd: Teitur Haraldsson

@Svatli Nei, þetta er öfugt hjá þér.
Það eru 3% sem trúa á hitnun jarðar af mannavöldum, og 97% sem trúa hinu.
Svona fyrst við erum að skálda tölur út í loftið.

Þessi 3% sem trúa á hitnun jarðar af mannavöldum hafa orðið uppvísir af að nota rangar tölur og jafnvel berið bendlaðir við að falsa þær. En það sama er hægt að segja um hina, þannig að við getum vitnað endalaust í vísindagreinar í sitthvoru liðinu þangað til við verðum grænir í framan.

Teitur Haraldsson, 10.10.2010 kl. 22:11

8 identicon

Húnbogi, alveg snilldar komment hjá þér - sama helvítis þvæla og maður hefur séð aftur og aftur - ef menn hafa engin rök þá má bara nota "stórfyrirtækjasamsæriskenningarrökin" um vondu stórfyrirtækin sem vilja bara græða.

Hvað með Al Gore og hans preláta? Eru þeir ekki búnir að vera að skófla inn milljörðum á þessum hræðsluáróðri og aflátsbréfasölu? Eða fjölmiðlarnir sem flytja áróðurinn fyrir þá? Þessir sömu fjölmiðlar og lifa á því að fólk engist um í ofsahræðslu yfir hættu sem yfirleitt er ekki til. 

Gulli (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 22:15

9 Smámynd: Teitur Haraldsson

@Húnbogi Það er hægt að græða óhemju peninga á umhverfisvernd, Al-Gore er enginn fátæklingur skal ég segja þér.

Hérna er eitt dæmi um hvernig hann græðir.
Hann græðir á því sem hann er að tala a móti.
Ef stjórnmálamaður gerði svona lagað yrði hann hengdur.

http://www.telegraph.co.uk/earth/energy/6491195/Al-Gore-could-become-worlds-first-carbon-billionaire.html

Ekki láta þér detta í hug að þeir séu ekki að græað á þessu.

Teitur Haraldsson, 10.10.2010 kl. 22:31

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Teitur, þetta er alrangt hjá þér. En þú ætlar náttúrulega bara að skálda út í loftið. Hér er t.d. grein um þetta af loftslag.is, þar kemur m.a. eftirfarandi fram:

Gerð var greining á ritrýndum skrifum 1372 loftslagsvísindamanna og kom í ljós að nánast allir vísindamenn sem eru virkir á sviði loftslagsvísinda telja að loftslagsbreytingar séu af völdum manna. Í ljós kom að um 2% af þeim 50 vísindamönnum sem teljast virkastir í loftslagsvísindum eru ekki sannfærðir um að loftslagsbreytingarnar séu af mannavöldum. Svipað er upp á teningnum þegar skoðaðir eru topp 100 virkustu vísindamennirnir, en þá eru 3% ekki sannfærðir og um 2,5% af topp 200 vísindamönnunum hafa efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þá kom í ljós að því meira sem vísindamenn hafa skrifað í ritrýnd tímarit – því líklegri voru þeir til að vera sannfærðir um loftslagsbreytingar af mannavöldum.

Það er ekki sjálfgefið að þó þú búir til tölur að aðrir séu líka að því.

Að öðru, Al Gore (sem er ekki vísindamaður) er fæddur ríkur og þó að hann haldi áfram að reyna að græða, m.a. á umhverfismálum, þá hefur það per se engin áhrif á þær rannsóknir og mælingar sem sýna fram að tengingu hitastigs og aukningu gróðurhúsalofttegunda. Það er engin tenging þar á milli...og annað, er ólöglegt að vera með viðskiptavit ?

En þegar fólk er farið að tala um hengingar ákveðina aðila og er með aðrar álíka ómálefnalegar fullyrðingar, sem virðast vera byggðar á hreinni vanþekkingu, þá er ljóst í mínum huga að fólk er komið í rökþrot...

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.10.2010 kl. 23:06

11 Smámynd: Þórður Tryggvason

http://en.wikipedia.org/wiki/Scientific_opinion_on_climate_change

Og ef þið trúið ekki wikipedia: http://news.cnet.com/2100-1038_3-5997332.html

Hlutfall vísindamanna sem trúa ekki að hlýnun jarðar sé vegna aðgerða mannsins er sirka jafn stórt hlutfall og hjá vísindamönnum sem trúa ekki á þróunarkenninguna.

Það er voðalega auðvelt að segja sjálfum sér að þetta sé ekki okkur að kenna og það sé ekkert sem við getum gert í þessu. Það lætur manni líða betur með lífið og tilveruna. Það er hins vegar þannig að lang stærstur meiri hluti allra vísinda og vísindamanna segja annað, og að hlusta ekki á það vegna nokkurra efasemdaradda er að sparka í punginn á allri vísindalegri hugsun.

Þórður Tryggvason, 11.10.2010 kl. 21:29

12 Smámynd: Þórður Tryggvason

http://www.youtube.com/watch?v=_O3cNc2JoMA

Þórður Tryggvason, 11.10.2010 kl. 21:33

13 identicon

Þórður fyrir nokkrum áratugum voru flestir vísindamenn sammála um að í byrjun þessara aldar myndi skella á ísöld. Bretar komu hingað til að vara okkur við.

Flestir vísindamenn hafa oft verið sammála um fáránlega hluti.

Geiri (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 05:48

14 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geiri, þetta er ekki rétt hjá þér, en þó halda margir þessu fram, þetta er svokölluð mýta, sjá Mýtuna - Ísöld spáð á áttunda áratugnum? af loftslag.is. Þar kemur m.a. fram að strax þá voru vísindamenn farnir að tala yfirgnæfandi um hækkandi hitastig og það er mikið meira um það í greinum heldur en um einhverja kólnun. Þessi vinkill heyrist þó stundum í umræðunni, þó að hann sé kolrangur...yfirleitt er þessi nálgun byggð á vankunnáttu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 07:41

15 Smámynd: Teitur Haraldsson

Afsakaði hvað ég var lengi að svara, er búinn að vera upptekinn í hinni yndislegu Svíþjóð.

@Svatli: Ég hafði bara ekki hugmynd um hvað mikið hlutfall vísindamanna trúir á gróðurhúsahlýnun.
Mér fannst þú slá þessari tölu kæruleysislega fram og án þess að hafa nokkrar tölur bakvið þig.
Sér ber.
"ætli þeir séu ekki í kringum 3%"

Ég er búinn að lesa um þessa könnun, það sem er athugavert við hana er að sá sem biður um og semur listann yfir þá sem spurðir eru, kemur úr ykkar herbúðum og getur þess vegna hafa hagrætt hvernig niðurstaðan yrði með því að velja góðkunningja t.d.

Teitur Haraldsson, 20.10.2010 kl. 06:22

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Óttalegar samsæriskenningar eru þetta Teitur... Ef að það er ekki í samræmi við afneitunina, þá hlýtur þetta náttúrulega að vera bull..."kemur úr okkar herbúðum" - hvað meinarðu eiginlega, var þetta rangur vísindamaður... hefði í þínum huga skipt einhverju máli hvaða vísindamaður hefði komist að þessari niðurstöðu, hefði það ekki alltaf verið rangur vísindamaður...

Virkni gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu er mjög vel þekkt og vísindamenn eru nánast allir sammála um að aukin styrkur í gróðurhúsalofttegundum hafi áhrif á hitastig, enda hefur hitastig hækkað á síðustu árum og áratugum á sama tíma og CO2 hefur aukist mjög mikið. Það er því ekki bara einhver tilviljun að vísindamenn telja þetta, mælingar styðja það einnig...þannig að þetta hefur ekkert með trú að gera þó þú viljir láta það í veðri vaka Teitur...

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.10.2010 kl. 08:53

17 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það eru peningar í spilinu.
Þessir vísindamenn geta verið að finna út nákvæmlega það sem óskað er eftir.

Besta dæmið um það er tóbaksiðnaðurinn, hann borgaði einfaldlega fyrir þá niðurstöðu sem hann vildi, enda tók gríðarlegan tíma að sanna skaðsemi reykinga. Þannig að gerðu ekki lítið úr samsæriskenningum.

Ég þarf væntanlega ekkert að segja þér frá þeim myndum sem hafa verið gefnar út um að hlýnun jarðar af mannavöldum sé bull, eða benda þér á síðurnar.
En mig myndi langa til að þú viðurkennir að þetta er alls ekki borðleggjandi.

Teitur Haraldsson, 22.10.2010 kl. 20:56

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Teitur:

Reyndar eru aðferðir tóbaksiðnaðarins svipaðar og aðferðir þeirra sem afneita loftslagsvísindunum, meira að segja hafa nokkrir af sömu "vísindamönnum" hafa unnið fyrir tóbaksiðnaðinn og fyrir afneitunariðnaðinn. Þú ert á réttu spori Teitur þegar þú ert að velta þessu fyrir þér þó að þú snúir því enn á höfði... Hver heldur þú að búi til "heimildarmyndir" sem afneita vísindunum...?

Sjá nánar, t.d. um aðferðir afneitunarinnar (ýmsir tenglar á persónur og leikendur einnig), Global warming skeptics.

Og út af hverju ætli þeir séu að sá vafa í huga venjulegs fólks (eins og t.d. þín Teitur), jú það eru nefnilega peningar í spilinu. Gangi þér vel við að kynna þér vísindin, góð byrjun er t.d. Mælingar staðfesta kenninguna - það er nefnilega til nokkuð mikið af rannsóknum og mælingum (sem maður getur kynnt sér) sem styðja gróðurhúsakenninguna (svipað og þær rannsóknir sem læknavísindin höfðu um tóbaksnotkun og krabbamein á sínum tíma en tóbaksiðnaðurinn sáði vafa um)...líkindin eru því til staðar...þú þarft bara að snúa þessu aðeins við hjá þér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.10.2010 kl. 21:25

19 Smámynd: Teitur Haraldsson

Það er annað sem ég hef aldrei fengið viðunandi skýringu á.

CO2 er ekki nema 0.039% (390 ppmv) af andrúmslofti jarðar.
Af þessum 0.039% hefur aukningin á CO2 ekki verið nema 38% frá árinu 1750

Það er bara útilokað að CO2 og önnur efni sem eru í mikið minna mæli en CO2 séu að valda allri þessari hitabreytingu.

Teitur Haraldsson, 23.10.2010 kl. 22:26

20 Smámynd: Teitur Haraldsson

Já ég veit það eru peningar í þessu.
Það verður bara að vera á hreinu að það er báðu megin.
Síður en svo bara hjá okkur efasemdarmönnum.

Mig langar frekar að snúa þessu með tóbakiðnaðinn á´hinn veginn og segja að þar hafi þeir unnið sigur og efinn er látinn sigra. S.s efinn um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum.

Það versta við þetta allt er að það á eftir að kólna aftur, en mér líkar þetta verðurfar sem er búið að vera núna undanfarið helvíti vel :)

Teitur Haraldsson, 23.10.2010 kl. 22:32

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Teitur:

Þetta litla magn gróðurhúsalofttegunda heldur plánetunni okkar lífvænlegri og við skulum þakka fyrir það, svo langt sem það nær. T.d. ef ekki væri fyrir gróðurhúsalofttegundir, þá væri ekki lífvænlegt á Jörðinni, það er augljóst öllum, oft er talað um að hitastigið væri að jafnaði eitthvað um 33°C kaldara (miðað við 280 ppm) ef ekki væri fyrir gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftinu (dæmi tunglið). Þannig að það er alveg kristaltært að þetta litla magn, sem þú velur að orða svo, hefur mikil áhrif á hitastig og lífvænleika Jarðar.

Hitt er svo annað mál að með því að auka CO2 (sem er sterk gróðurhúsalofttegund) um næstum 40% á tiltölulega stuttum tíma, þá mun það hafa áhrif á hitastig Jarðar, sem er það sem vísindamenn með rannsóknum og mælingum hafa sýnt fram á, sjá Mælingar staðfesta kenninguna. Þannig að svona útúrsnúningar eru bara ekki nothæfir hjá þér, Teitur.

Það er ekki talið líklegt að hitastig lækki á næstunni að neinu ráði, jafnvel þó sólin færi í eitthvert Maunder lágmark, sjá nánar t.d. Við minni virkni sólar...þetta er vegna þess að aukning gróðurhúsalofttegunda er orðin það mikil að ekki er talið að kólnun muni verða þó svo að sólin myndi taka upp á að fara í lágmark (hún hefur reyndar verið í hálfgerðum dvala á undanförnum árum - en samt er hitastig í hæstu hæðum).

Það getur hver sem er fullyrt og staðhæft um vísindin fram og aftur, en ef það býr ekkert að baki (mælingar eða rannsóknir svo dæmi sé tekið), þá er lítið að marka þær fullyrðingar, spáðu í það Teitur.

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.10.2010 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband