Þróast, finna eitthvað nýtt.
28.12.2009 | 09:13
Fageldasala hefur verið ágæt fjáröflun, núna er hún að bresta, virðist vera. Enda ekki víst að hvatning á innkaupum erlendis frá sé góð hugmynd á þessum síðustu og verstu.
En þá er bara að finna eitthvað annað. T.d beina fjáröflun. Eða bara fækka sveitunum og setja þær á fjárlög. Enda finnst mér ekki gott að skilja að þessi hluti almennis heilla sé látinn berjast til að halda mikilvægu lífi sjálfir. Hvað ef þeir hætta að safna og leggja niður þessar sveitir. Hvað deyja þá margir hérna á ári og hverfa?
Sprenging varð í flugeldaverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er einmitt svo gott að vera á fjárlögum þessa stundina með tilheyrandi niðurskurði. Við sjáum það best hversu mikinn metnað yfirvöld hafa til að halda rekstri landhelgisgæslunnar á floti. Nei björgunarsveitirnar hafa aldrei viljað vera á fjárlögum því það er akkúrat þetta sem menn hafa óttast, á svona tímum myndu björgunarsveitirnar hverfa vegna niðurskurðar. Nú eru sjúkraflutningar t.d. í uppnámi þar sem ríkið er að skera helling niður á því sviði.
Guðmundur (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 09:29
Sjálfboðastörf , fórnfýsi , hugsjónir og liðsandi á fjárlögum ? Nei, það er óhugsandi.
Allt starf myndi fellt inn í fáranlegar reglugerðir, svelt og drepið...........
Styðjum björgunarsveitirnar !+
Góðar stundir
Árni Þór Björnsson, 28.12.2009 kl. 09:52
las fréttina um grindhvalina sem eltu forustu tarfinn og strönduðu þeir voru 63 er það ekki svipað og hé þeir stranda aftur ogaftur.
gisli (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 10:19
Minna alla þá sem ætla að kaupa flugelda af einkaaðilum á að fá endilega símanúmerið þeirra svo þeir geti hringt í þá ef þeir þurfa hjálp í neyð. Ég ætla hinsvegar að styrkja eina af þeim 100 hjálparsveitum sem vinna óeigingjarnt starf á hverjum degi í þágu okkar hinna.
Björn (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.