Hin ljóti haus öfga hægri

Þarna er öfga hægri stefna sem svo oft kemur fram hjá SUS.

Ég hef aldrei skilið það hvers vegna SUS er svona rosalega hægrisinnaðir á meðan flokkurinn er það ekki.

Í þessu tilviki er mjög þægilegt að gleyma hruninu sem situr algjörlega á herðum einkafyrirtækja.

Og að láta sér detta í hug að einkavæða nauðsynjavöru sem ekki er hægt að mynda samkeppni um er fáránlegt.

Þótt það væri hægt að stofna 3-4 orkuveitu fyrirtæki þá myndu þau skipta markaðnum þægilega á milli sín og hækka verð.

Það eru til aðrar leiðir eins og að bannað pólitískar ráðningar osfrv.


mbl.is Ekki treystandi fyrir rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ábyrgð á hruninu liggur á herðum stjórnmálamanna, nánar tiltekið félagshyggjumanna, annað er þvæla.

Afhverju er ekki hægt að mynda samkeppni um orku eins og allt annað?

Það að eitthvað sé "nauðsynjavara" er ekki rökstuðningur fyrir því að ríkisvæða það. Þvert á móti þá hefur reynsla sýnt að öll miðstýring og ríkisvæðing leiðir af sér há verð og skort, gott dæmi er ríkisvæðing matvælaframleiðslu í Ráðsstjórnarríkjunum, en þar beið fólk í 8 tíma eftir brauði.

Við lifum við sömu aðstæður í orkumálum sem og á ýmsum öðrum sviðum.

Siggi (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 12:35

2 identicon

Rétt hjá SUS.Stjórnmálamenn geta ekki rekið fyrirtæki og hvað þá síður Ríkisbúskap.Eiga bara að sjá um lagasetningar.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 13:26

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Eina mögulega leiðin til að kenna stjórnmálamönnum um hrunið er að það hafi ekki verið nægjanlegt regluverk og eftirlit með einkageiranum. Sá armur stjórnmálana er einmitt sá hægri sem vill hafa þetta frjálst og liðlegt.

Reynslan hefur alls ekki kennt okkur að ríkisvæðing leiði af sér skort og há verð.

Rafmagn er einmitt ágætt dæmi, það er yfirdrifið af því og verðin eru ágæt. Eina skiptið sem það hefur hækkað eitthvað af viti undanfarin ár er þegar reynt var að búa til samkeppni um dreifingu á því.

Einkageiranum er ekki treystandi fyrir nauðsynjavöru af stærðargráðu orkuframleiðslu. Þú setur of mikla peninga og völd í hendurnar á mönnum sem hafa engar samfélagslegar skyldur.
Stjórnmálamenn hafa þá skyldu þótt þeir sandi oft ekki undir henni.

Teitur Haraldsson, 20.11.2012 kl. 05:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband