Hræðsluáróður
8.10.2012 | 07:42
Löggan vill fá meiri pening, eins og öllum ríkisstofnunum er tamt að vilja.
Núna á að hræða okkur til að láta þá hafa meira.
Ætli við fáum ekki í bónus meira af brotum á mannréttindum og friðhelgi einkalífsins.
Þetta er frumleg hugmynd hjá þeim.
Ég hefði frekar haldið þeir myndu benda á að hryðjuverkamenn væru rétt ókomnir, það hefur vitkað svo vel annarstaðar.
Mafíur horfa til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held þú hafir sent þetta án umhugsunar. Glæpavélhjólagengin eru komin hingað og sjálfsagt til að vera ef ekki verður tekið harðar á þessu strax. Það þolir enga bið. Því ætti ekki mafía að hreiðra hér um sig líka? Hér fengi hún góðan vinnufrið. Spurning hvort við verðum ekki að fá erlenda aðila til að losa okkur við þetta rumpulið en auðvitað þarf fyrst að laga lagaumhverfið. Og hætta í Shengen!
assa (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 08:51
Augljós andúð þín á lögreglunni ruglar dómgreind þína og skynsemi.
Ibrahim (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 09:24
Þetta er það sem er búið að vera að gerast út um allan hin vestræna heim síðan 9/11.
Hafið þið ekki tekið eftir því?
Allt gert í nafni öryggis, er einhver tilbúinn að neita því.
Hef ekkert á móti löreglunni, það er útþensla rískistofnana sem ég hef á móti.
En hver les greinilega út úr orðum mínum það sem honum sýnist, væri kannski hægt að fá þig Ibrahim til að lesa bara það sem ég skrifa án þess að túlka það eftir þínum hentugleikum.
Teitur Haraldsson, 8.10.2012 kl. 09:30
Þú segir berum orðum að kröfur lögreglunnar um meiri fjármuni sé hræðsluáróður. Fyrir þeirri fullyrðingu færir þú engin rök. Bætir síðan um betur og ýjar að því að aukning verði í lögbrotum lögreglumanna.
Það þarf ekki mikla túlkunarhæfileika til að sjá sýn þína og skoðun á lögreglunni. Hún blasir við öllum læsum mönnum.
Staðreyndin er sú að lögreglumenn eru of fámennir og lagaheimildir íslenskra lögreglumanna miðað við velferðar og mannréttindaríkin Danmörku, Noreg og Svíþjóð eru í besta falli hjákátleg. Öryggisdildir lögreglunnar þar voru löngu fyrir 9/11 starfandi eftir forvirkum rannsóknarheimildum. Frumvarp Ögmundar bætir engu við enda svo sem ekki við því að búast.
Það er óþarfi að fara í felur með skoðanir sínar og benda á USA og Homeland Security, þar eru öfgarnir við lýði. Ef við horfum bara til vina og nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum þá er íslenska lögreglan verulega illa stödd.
Ibrahim (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 14:41
Hryðjuverkamenn?
Hvað með bankana!
Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2012 kl. 21:52
Ibrahim:
Ég skil ekki enn hvernig þú lest andúð á lögreglu frekar en andúð á ríkisstofnunum.
Endurtek, þú ert að fá út úr því sem ég skrifa það sem þú villt fá. Ég nefni "ríkisstofnanir"!
Dugar engan vegin fyrir mig að segja að ég hef ekki meiri andúð á löggunni en öðrum ríkisstofnum?
En já, ég vill takmarka heimildir lögreglu.
Og ég vill ekki horfa til nágranna ríkja okkar með það, frekar en USA.
Getur við ekki verið leiðarljósið í frelsi einstaklingsins?
Þurfum við alltaf að vera verri en sá besti, er það takmarkið?
Ekki láta þér detta í hug að lögreglan hafi aldrei verið staðin að verki við mannréttindabrot.
Teitur Haraldsson, 8.10.2012 kl. 22:51
Guðmundur:
Það er ekki möguleiki að taka bankamennina.
Það er löglegt að stela ef það er gert í jakkafötum...
Það er bara tekið á glæpum ef það kemur hár hvellur.
Teitur Haraldsson, 8.10.2012 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.