Felum þetta frekar

Þetta verður alltaf til, allir meira segja femínistar viðurkenna það.

En það lítur betur út að fela þessa starfsgrein en vernda hana og monitora.

 
mbl.is Vill afnema bann við vændiskaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það kemur engum við ef tveir fullveðja einstaklingar semja um eitthvað sín á milli. Hið opinbera á ekki að skipta sér að þessu frekar en mörgu öðru.

Ef eftirspurn er eftir einhverju verður framboð, það er hreinn barnaskapur að setja lög sem þessi. Í raun ætti fólk sem samþykkir svona dellu að bera ábyrgð á henni með einhverjum hætti.

Helgi (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 11:43

2 identicon

Helgi, þú lifir í draumaheimi. Það er ekki hægt að tala um að tveir fullveðja einstaklingar séu að semja um eitt eða neitt. Langfæstar vændiskonur geta talist fullveðja einstaklingar í aðstöðu til að semja við sína kúnna. Þú veist alveg að þær eru ekki sjálfráða, heldur undir ægivaldi mansalskaupmanna, sem blekkja þær til að stunda vændi. Forsendur þínar eru byggðar á úreltri mýtu um hamingjusömu hóruna. Og hið opinbera á að skipta sér af því þegar samfélagslegt böl grasserar.

Jói (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 12:05

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þú ert að rugla saman mannsali og konur sem selja sig til vændis. Það er jafn óskylt og vinna og þrælkunarvinna.

Ég veit um marga sem eru óhamingjusamir í sinni vinnu, á ekki ríkið að grípa frammí allstaðar þar sem óhamingja í starfi „grasserar“

Teitur Haraldsson, 25.6.2012 kl. 13:40

4 Smámynd: Mofi

Ef að samfélagið almennt segir að þetta er ekki í lagi þá eru miklu meiri líkur að konur fari ekki á þessa braut. Ef að samfélagið segir að þetta sé í góðu lagi þá eru miklu meiri líkur að konur fari í þennan bransa. Ég upplifði mjög sterkt í Hollandi að þetta væri bara eins og hver önnur vinna, ég t.d. rakst á bæklinga sem fjölluðu um hvað konur þyrftu að gera ef þær vildu vinna sem vændiskonur.

Náttúrulega, það fer eftir því hvaða heimsmynd maður hefur hvort að það sé eitthvað að því að vinna sem vændiskona eða ekki.

Mofi, 25.6.2012 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband