Af hverju má rafmagn ekki vera ódýrt?
8.1.2012 | 17:07
Er alveg bannað að eitthvað sé ódýrt á Íslandi?
Þarf alltaf allt að vera dýrast hérna?
Hvernig dettur mönnum í hug að almenningur vilji ESB aðild þegar svona bull eins og einkavæðing dreifingar á rafmagni er innleitt blint og heimskt.
Mikil hækkun dreifikostnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona hækkanir og við erum ekki einu sinni komin í ESB. Hvað er í gangi?
Þessar hækkanir geta ekki verið ESB að kenna því við erum ekki í ESB.
Stefán (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 17:22
Sennilega þá mun raforka hækka umtalsvert þegar innlimunin i ESB er orðin að veruleika!
Sigurður Haraldsson, 8.1.2012 kl. 17:36
Það er eins gott að við erum ekki í ESB því hér hefur ekkert hækkað síðustu ár eins og í ESB ríkjunum. Hjúkket.
Stefán (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 17:40
Rafmagn er náttúruauðlind hérna.
Það þarf ekki að hækka og á ekki að hækka, þar að auki eigum við þetta fyrirtæki.
Teitur Haraldsson, 8.1.2012 kl. 17:47
Sýnum bara hart gegn hörðu, Sendum út yfirlýsingu um að verði ekkert gert í þessum hækkunarmálum, verði ekki möguleiki að fólkið vinni fyrir jafn miklum lúsarlaunum og verið er að bjóða því. Veruleg hækkun á laun umfram þessi 200 þús sem eiga að vera komin eftir þrjú ár eða burt með verðtrygginguna og þá aðeins lægra tímakaup.
Sandy, 8.1.2012 kl. 20:45
Þið getið byrjað að mótmæla með því að slökkva ljósin á eftir ykkur þegar þið farið úr herbergjum, ekki keyra ískápa og frystikistur eins kaldar, hætta að nota hraðsuðukattla nema til þess eins að hita 300ml af vatni í teið, slökkva á sjónvarpinu þegar enginn er að horfa og almennt hugsa út í þá sóun sem daglega fer fram á heimilum Íslands.
Ef að 30% heimila landsins gerðu þetta að áramótaheiti þá verða orkusalar hissa í haust og hugsa kanski sinn gang. Rafmagn er neytendavara og við sem neytendur getum hætt að nota eða minkað neysluna til þess að svara hækkunum
Svo má bæta því við að ef að við værum í ESB þá væri raforkuverð sjálfsagt tengt heimsmarkaðsverði á olíu og þarafaleiðandi miklu hærra. Enda eru Evrópubúar mun meðvitaðri um að sóa ekki rafmagni og heitu vatni.
Stebbi (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 01:15
Stebbi: Orkuveitan hækkaði verð á heitu vatni því það var svo lítið notað hér fyrir nokkrum árum því það var svo hlýtt í veðri....
Kannski var því öfugt farið og mig sé að misminna, að þeir hafi hækkað vegna mikillar notkunar...
Þú getur leiðrétt mig eins og þig lystir, báðar ástæður hefðu þeir notað til að hækka hitaveituvatnið. Það virðast engin lögmál eiga við á Íslandi, nema græða á fjöldanum með háu verði og það á nauðsynjavöru, eða græða á fáum hræðum með háu verði á öðrum vörum.
Ég hélt að aukin eftirspurn ætti að hækka verð... Ég hélt að lítill markaður ætti að lækka verð... Hvað gerðist á t.d. á fasteignamarkaðnum eftir að bankarnir settu lániin sín á? Verðið snarhækkaði þegar hin aukna eftirspurn fór í gang. Hvað gerðist eftir hrun? Eftirspurnin snarminnkaði en verðið hélt sér. Verðið lækkaði aldrei og markaðurinn fraus. Nú er að þiðna því fólk einfaldlega getur ekki beðið endalaust eftir lækkun og sættir sig á endanum við hið háa verð.
Svona virkar Ísland vinur minn :) Við erum litli kallinn og öllum virðist vera sama.
ViceRoy, 11.1.2012 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.