Sér Íslenska leiðin.
1.10.2011 | 17:25
Flestar þjóðir hafa fram að þessu kosið farsælast að hækka ekki skatta og gjöld á almenning sem þegar á erfitt, það höfum við hinsvegar ekki gert, hér hefur allt sem viðkemur gjaldtöku ríkisins verið hækkað.
Það er líka þekkt leið að borga sig út úr kreppu og frægasta dæmið um það er sjálfsagt Þýskaland fyrir seinni heimstyrjöld, við höfum ekki farið þá leið.
Finnska leiðin er líka þekkt, það er að þegar þeir lentu í kreppu hérna um árið þá styrktu þeir menntakerfið sitt, má segja að þeir hafi sett öll eggin í þá körfu.
Ég veit hinsvegar ekki til þess að nokkurt land hafi nokkur tíma hafi skattlagt sig út úr kreppu?
Framlög til háskóla lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Í þessari upptalningu í fréttinni er, að ég held, eitthvað af "einka"skólum. Það er líka sér íslenskt að ríkið reki "einkaskóla". væri ekki hægt að skera niður þar?
Larus (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 18:38
Má ekki sleppa niðurskurðinum á LSH og skera meira niður í HÍ?
Kristján (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.