Steingrímur vill enn semja!
1.10.2011 | 17:03
Það er greinilegt að Steingrímur vill enn semja.
Það er verst fyrir hann ef við þurfum ekkert að borga, ekki sniðugt að hafa þannig mann í brúnni.
Hann gæti hreinlega vísvitandi unnið okkur skaða.
Engin útgjöld vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
pott þétt og er löngu búinn að því.
gisli (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 18:04
Steingrímur er lítilmenni. Jafnvel miðað við önnur lítilmenni.
Vendetta, 1.10.2011 kl. 18:40
Já er ekki ömurlegt að sitja uppi með þetta lítilmenni sem sér hag sínum best borgið með að berjast ekki með kjafti og klóm til að koma þessari Icesave óæru af okkur.
Einhverjir hefðu nú bara kallað það alvarlega hagsmunaárekstra og fólk með rétta geðheilsu og meira en 2 heilasellur hefðu fyrir löngu verið búið að segja sig frá verkinu.
Björn (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 18:54
Síðast þegar Steingrímur birtist í fjölmiðlaviðtali vegna IceSave þá sagðist hann vera áfjáður um að borga Hollendingum og Bretum vexti af skuld gamla Landsbankans og bara bjartsýnn á að það fái hann að gera.
Hann hefur greinilega ekki einu sinni lesið samningana sem hann vildi sjálfur samþykkja, því samkvæmt þeim átti að greiða vexti, og við höfnuðum slíkri vitleysu. TVISVAR. Steingrími til ærlegrar sneypu í bæði skipti.
Ísland er í þeirri stöðu sem það er í núna vegna þess að við höfum óslitið haft eintóma afglapa og heimskingja í embætti fjármálaráðherra a.m.k. undanfarna tvo áratugi ef ekki enn lengur. Öðru hverju hefur álpast smá skíma af heilbrigðri skynsemi á hina ráðherrastólana en aldrei þann sem á að gæta ríkiskassans. Þess vegna er ekki skrítið að við yrðum fyrir efnahagshruni.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2011 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.