Hvað á að koma í staðinn?

Hérlendis má ekki virkja hreina orku af umhverfisástæðum.
Erlendis má ekki nota kjarnorku eða kol/olíu af sömu ástæðu.

Við erum samt að reyna að skipta yfir í rafmagnsbíla sem eiga eftir að þurfa gríðarlega raforku. 
Eru þetta allt v-grænir, vilja að við förum aftur í torfkofana?

Núna er rétti tíminn til að henda niður streng til evrópu, virkja hverja einustu lækjar sprænu sem við finnum og selja. Rafmagn á eftir að hækka mjög erlendis með tilheyrandi dauðsföllum.

Vonum bara að gróðurhúsaáhrifin kikki inn sem fyrst, þótt það virðist reyndar ekki fara eins og dómsdagssinnar eru að vona.
mbl.is Þúsundir mótmæla kjarnorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það á að nota hamstra á hjólum.

Nei annars, þetta skiftir engu, hjálpar bara Kínverjum að komast frammúr okkur.  Þú veist, þeir eru á góðri leið með að fá betri kjarnaofna en bandaríkjamenn.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.4.2011 kl. 18:46

2 identicon

Þegar maður er mótmælandi þá þarf maður ekki að hugsa um lausnir - bara vera á móti. Svo eiga aðrir að koma með lausnirnar og borga fyrir allt heila klabbið.

Gulli (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 18:54

3 identicon

Einhversstaðar sá ég að yfir 80% af raforkuframleiðslu Frakka koma úr kjarnorkverum. Ég spyr eins og þú- Hvað á að koma í staðinn? Vindmyllur? 70% af innkomu vindmylla fara aftur í rekstrarkostnað, því það er ekki altaf vindur og á kaldari svæðum á norðurhjara ganga þær ekki ef það er mikið frost. Kol, brúnkol, olía, varla. Umkverfissinnar vita lítið hvað þeir tala um. Það er bara göslast.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 19:02

4 Smámynd: Rebekka

Það er alveg hárrétt hjá þér V. Jóhannsson.  80% raforkunnar í Frakklandi kemur frá kjarnorkuverum.  Þetta er hæsta hlutfall í heiminum.  Það verður alls ekki auðvelt fyrir Frakka að skipta út öllum kjarnorkuverunum sínum (ég held þau séu alls 58 talsins) fyrir umhverfisvænni orku.  Ekki dugar að skipta yfir í að brenna kol eða gasi...

Rebekka, 25.4.2011 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband