Hvar eru friðarsinnar núna??

Nú vantar firðarsinnana sem voru t.d að mótmæla stríðinu í Líbýu. 

Þeir steinþegja núna, vegna þess að þjóðarmorð er ekki stríð og er þar með allt í lagi.
Fáir sem eiga jafn mikið blóð á sínum höndum og innilegir friðarsinnar.


mbl.is Vilja hefna fjöldamorðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt eða æskilegt að kosta hjá flensusmiti?

Er hægt að komast framhjá því að smitast af flensu?
Og ef það er hægt, er það yfirhöfuð gott gera.
Getur það ekki þýtt að þú átt á hættu að fá tvöfallt smit næsta ár?
Eða gengur flensuveiran bara í nokkra mánuði og deyr svo? 
mbl.is Hvort ertu með kvef eða flensu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fegurðarsamkeppni vs spurningarkeppni

Ég hef aldrei skilið muninn á fegurðarsamkeppni og spurningarkeppnum.

Hvorutveggja er samanburður á náttúrulegum gjöfum og/eða hæfileikum.


mbl.is Verður ungfrú Ameríka einhverf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég held með Ísrael! Ég held með Palestínu!

Ég er á móti báðum!

Þeir eru báðir að deila þarna, að það skuli alltaf vera tekin afstaða með öðrum hvorum er furðulegt.

Setjum viðskiptabann á bæði löndin.


mbl.is Yfir 5.000 hafa skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin ljóti haus öfga hægri

Þarna er öfga hægri stefna sem svo oft kemur fram hjá SUS.

Ég hef aldrei skilið það hvers vegna SUS er svona rosalega hægrisinnaðir á meðan flokkurinn er það ekki.

Í þessu tilviki er mjög þægilegt að gleyma hruninu sem situr algjörlega á herðum einkafyrirtækja.

Og að láta sér detta í hug að einkavæða nauðsynjavöru sem ekki er hægt að mynda samkeppni um er fáránlegt.

Þótt það væri hægt að stofna 3-4 orkuveitu fyrirtæki þá myndu þau skipta markaðnum þægilega á milli sín og hækka verð.

Það eru til aðrar leiðir eins og að bannað pólitískar ráðningar osfrv.


mbl.is Ekki treystandi fyrir rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru allar hæðir nýttar?

Oft hafa komið fréttir af að það sé verið að loka hæðum í sparnaðarskyni, er einhver hæð lokuð núna?

Er virkilega verið að nýta allt pláss sem hægt er?


mbl.is Allt legurými Landspítalans fullt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er aðgerðarleysi glæpur?

 

Mér skilst að samkvæmt lögum flestra vestrænna ríkja sé hver sá sem verður vitni að ofbeldisglæp en gerir ekki allt það sem hann getur til að aðstoða fórnarlambið samsekur gerandanum.

Ef þetta er réttur skilningur hjá mér eru öll vesturlönd samsek sýrlandsher um takmarkarlaus morð og grimmdarverk í Sýrlandi.

Þarna eru Samtök hernaðarandstæðinga komin í þá aðstöðu að vera ekki ein helstu yfirlætis samtök Íslands heldur að réttlæta morð með aðgerðarleysi.

 


mbl.is 23 börn létust í sprengjuárásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að drepa og drepa er ekki það sama

Að drepa óvart (slys) er ekki það sama og ætla sér að drepa.

Væri ekki gáfulegra að mótmæla Talibönum, þerra morð á sakleysingjum er ekkert slys.

Afstaða þessa félagaskapar er núna að valda þvílíkum hörmungum í sýrlandi og gæti hæglega valdið stríði. Þar þar stærra hervald að fara inn og skakka leikinn.

Ótrúlega blind og eigingjörn afstaða.


mbl.is Stjórnvöld afþakki loftrýmisgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eitthvað að í þessum hundaeigenda-heimi

Og þá er vægt til orða tekið.

Burt séð frá þessu sjúka kvikindi sem gerði þetta.
Hvernig er hægt að láta sér detta í hug að þær séu eytraðar?
Það er greinilega eitthvað mikið að þarna.
mbl.is Lifrarpylsan var eitruð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst þarf að kenna á Google.

Krökkum er ekki einu sinni kennt að nota Google með viðunandi hætti.
Það er svo langur vegur í forritunarkennslu að ég er ekki viss um að lifa nógu lengi til að sjá það.

Að ég tali ekki um þráláta áráttu hins opinbera til að nota sérleyfishugbúnað eins og Office.

Það á ekki að sjást gerast að fjarkennslu hugbúnaður komi frá Microsoft t.d, en þannig er það nú samt.

Án þess að vita hvað er að fara úrskeiðis held ég að háskólarnir séu mest að kenna sérleyfislausnir.
Það er hætt við að styrkir komi á móti því námi.


mbl.is Forritun eðlislæg ef námið byrjar snemma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband